Um Litsýn
Okkar reynsla, þinn ávinningur
Litsýn ehf. var stofnað árið 1983. Fyrstu 22 árin var fyrirtækið staðsett í Borgartúni 29, en flutti í nýtt húsnæði í Síðumúla 35, í febrúar 2005.
Litsýn var frá upphafi þjónustu-fyrirtæki sem sérhæfði sig í viðgerðum á sjónvarpstækjum og myndbandstækjum ásamt uppsetningum á loftnetskerfum stórum sem smáum.
Þann 1.janúar 2019 færði fyrirtækið sig úr Síðumúla og yfir í að vera eingöngu með starfsemi áfram í tengslum við sértækar viðgerðir og þjónustu við rafbílaeigendur á netinu.